RAFIÐNGREINAR
Nám í rafiðngreinum hefst með fjögurra anna sameiginlegu grunnnámi en að því loknu velja nemendur sérnám í rafeindavirkjun, rafveituvirkjun, rafvélavirkjun, rafvirkjun, hljóðtækni og kvikmyndasýningarstjórnun.
„Hvort sem þú ert að taka upp tónlist eða koma fram sem tónlistarmaður eða vinna við uppsetningu á leikverkum eða vinna í setti á bíómynd, eða bara hvað sem er, þá er þetta mjög góður grunnur.“
„Það er svo ótrúlega dýrmætt að hafa rými til þess að vinna eftir sínum hugmyndum.“
„Rafvirkjun er rosalega fjölbreytt starf … Ég mæli algjörlega með rafvirkjanámi og í raun öllu iðnnámi.“
„Námið í rafeindavirkjun snýst um það að maður lærir sjálfstæð vinnubrögð og ert tilbúin að
fara út að vinna …mjög góður undirbúningur fyrir áframhaldandi nám“
SKÓLAR SEM KENNA RAFIÐNGREINAR
Tækniskólinn
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Verkmenntaskólinn á Akureyri
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
Fjölbrautaskóli Suðurlands
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Fjölbrautaskóli Vesturlands
Menntaskólinn á Ísafirði
Verkmenntaskóli Austurlands
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum