Viltu vita meira

VILTU VITA MEIRA?

Öflugt starf í þágu menntamála fer fram innan Samtaka iðnaðarins og SI standa að margs konar viðburðum og verkefnum sem hafa það að markmiði að skólakerfið mennti unga fólkið innan iðn- verk- og tæknigreina í takt við þarfir atvinnulífsins
 

NEMA HVAÐ topside_white

 
Samtök iðnaðarins senda árlega póstkort með yfirskriftinni Verk- og tækninám – nema hvað! til nemenda í 9. bekk. Póstkortið leiðir þau inn á þessa vefsíðu.

Markmiðið er að vekja áhuga á iðn,- verk- og tækninámi og hvetja ungt fólk til að íhuga þessar námsleiðir, styrkja ímynd starfa með því að sýna einstaklinga með iðnmenntun sem náð hafa árangri og ungt fólk á auðvelt með að tengja við sem fyrirmyndir.

 

BOXIÐ topside_white

 

Samtök iðnaðarins standa fyrir keppninni í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Samband íslenskra framhaldsskólanema. Markmiðið er að kynna og vekja áhuga á iðn- verk- og tækninámi og störfum hér á landi. Fyrirtæki úr ólíkum greinum innan Samtaka iðnaðarins hanna, setja upp og útvega efni í þrautir sem lagðar eru fyrir keppnisliðin.

Nánar um boxið má finna hér

 

 

VINNUSTAÐASÁTTMÁLI topside_white

 

Sem dæmi um verkefni sem SI stendur að er sáttmáli um eflingu vinnustaðanáms. Fjölmörg fyrirtæki innan SI hafa staðfest sáttmálann sem felur í sér að þau ætli að leggja sitt af mörkum til að auka aðgengi nemenda að vinnustaðanámi til að efla og bæta iðn-, verk- og tækninám ungs fólks.

Nánar má lesa um sáttmálann hér

 

 

ÞÚ FÆRÐ POTTÞÉTT STARF topside_white

 

Í verk- og tækninámi bjóða fjölmörg fyrirtæki upp á vinnustaðanám þar sem þú öðlast dýrmæta starfsreynslu. Að námi loknu standa þér til boða ótal spennandi og vel launuð störf, þú hlýtur alþjóðlega viðurkennd starfsréttindi og auk þess góðan grunn að fjölbreyttu framhaldsnámi.